Markmið:
1. Að byggja brýr með samstarfi á menningarsviðinu á milli ólíkra trúarbragða innan og utan Norðurlandanna til að auka umburðarlyndi, samræður, friðsamlega sambúð og vinna gegn hryðjuverkum og öfgahyggju og taka á íslamfóbíu sem raunverulegu fyrirbæri í samfélaginu. Þessu markmiði verður náð með heimsóknum, ráðstefnum og málþingum sem verða skipulögð á Norðurlöndunum sem samstarfsstofnunum verður boðið að sækja. 2. Koma á alhliða og skýrum samskiptum á milli flestra opinberra og borgaralegra stofnana innan og utan landsins til að sinna áhuga þeirra á Norðurlöndunum. Þessu markmiði verður náð með því að koma á almennum og opnum samræðum milli ólíkra hópa og með ákveðnum verkefnum jafnt sem skriflegum samningum. Markmiðinu verður líka náð með því að styrkja það starf sem þegar er unnið á þessum sama vettvangi. 3. Stuðla að útbreiðslu menningu sem eykur samheldni með því að virkja múslíma og stofnanir þeirra á Norðurlöndunum á öllum sviðum, sérstaklega með aukinni menntun. 4. Búa í haginn fyrir samvinnu, samband og jákvæð samskipti við alla. Þessu markmiði verður náð með markvissum atburðum sem stuðla að uppbyggilegum samræðum sem koma í veg fyrir aðskilnað í samfélaginu og rof. 5. Skiptast á reynslu á milli stofnanan sjálfboðaliða og samtaka múslíma á Norðurlöndum. Þessu markmiði verður náð með ólíkum samstarfsverkefnum sem ætlað er að leysa þjóðfélagsvanda á jákvæðan máta. 6. Auka vitund folks um stofnanir múslíma á Norðurlöndum og viðburðum þeirra með faglegri og réttsýnni umfjöllun í fjölmiðlum. Þessu markmiði verður náð með skilvirkri upplýsingamiðlun á vefmiðlum og vefsíðum. |